Sumarstarf 2011

Gistiheimili Húsavíkur

Gistiheimili Húsavíkur auglýsir eftir sumarstarfsfólki á Húsavík sumarið 2011. Um er að ræða störf við móttöku gesta, í þrifum, þjónustu og við morgunverð.

Hæfniskröfur: Reynsla af hótel- og þjónustustörfum og tungumálakunnátta. Æskilegt er að umsækjandi hafi góða enskukunnáttu og grunn í öðru máli. Kostur er að umsækjandi sé með bílpróf en ekki skilyrði.

Umsóknir sendist á netfangið atvinna@husavikguesthouse.is

Umsóknarfrestur er til 20. mars 2011.

Frekari upplýsingar veita Gunnar Hnefill og Örlygur Hnefill í síma 463 3399.